Upplýsingar

Prótín.is er verslun með fæðubótarefni.

Hjá Prótín.is er boðið uppá að fá vörur sendar heim eða að sækja þær í verslun okkar í Síðumúla 13 í Reykjavík.
Einnig er hægt að versla á staðnum.

Sótt í verslun

Netpantanir sem sóttar eru í verslun eru tilbúnar til afgreiðslu strax, eða næst þegar verslunin er opin.
Verslunin er opin mánudaga-föstudaga frá 12:00-17:00, lokað um helgar.

Sending/heimsending

Prótín.is reynir eftir fremsta megni að afgreiða allar pantanir eins fljótt og auðið er.

Sendingarkostnaður
 
 
Allar sendingar Prótín.is fara með Dropp/Flytjanda eða Íslandspósti (nema sérstaklega sé óskað eftir öðru, eða aðstæður krefjast þess að nýta þurfi annan sendingaraðila)
Því gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar viðkomandi flutningsaðila um afhendingu.

Höfuðborgarsvæðið
Sendingarkostnaður innan höfuðborgarsvæðisins er fastur 750 kr. fyrir sendingar sem fara á Dropp afhendingarstaði, en 1350 kr. fyrir heimsendingar.
Sendingarkostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 12 þús kr. eða meira fyrir Dropp afhendingu en 18 þús kr. eða meira fyrir heimsendingu.*
Ef verslað er fyrir kl. 12:00 er afhending alla jafna samdægurs, annars næsta virka dag.


Stærri þéttbýlisstaðir á landsbyggð
Fyrir aðra þéttbýlisstaði sem Dropp þjónustar er kostnaðurinn 950 kr. fyrir Dropp afhendingu, en 1.450 fyrir heimsendingar.
Sendingarkostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 12 þús kr. eða meira fyrir Dropp afhendingu en 18 þús kr. eða meira fyrir heimsendingu (þar sem hún er í boði).*

Ef verslað er fyrir kl. 12:00 er afhending alla jafna samdægurs á s-vesturhorni landsins, annars næsta virka dag.Minni þéttbýlisstaðir á landsbyggð
Flytjandi þjónustar þessa staði fyrir Dropp/Prótín.is og er sendingarkostnaður fastur 1.350 kr. en frí sending er í boði ef verslað er fyrir 25 þús kr. eða meira.
Afhending fer fram á næstu afgreiðslu Flytjanda/Eimskip við viðskiptavin.*
Afhending tekur 1-3 virka daga.

Allar nánari upplýsingar um afhendingarmöguleika má finna á Dropp.is
Einnig er hægt að fá sent með Íslandspósti, sendingarkostnaður reiknast sjálfkrafa á síðunni.

*Undantekningar frá frírri sendingu geta verið rúmmálsfrekar og/eða þungar vörur, eða ef um sérstök tilboð er að ræða, sem er þá kynnt nánar.

Sjá nánar skilmála um skilarétt.

Greiðslumöguleikar
 

Prótín.is býður fjóra möguleika á greiðslu:
1)  Að greitt sé með millifærslu að pöntun lokinni
Upplýsingar um reikningsnúmer koma fram á staðfestingu pöntunar sem kaupanda berst í tölvupósti.
2)  Greitt með greiðslukorti (debet/kredit)
Sé valið að greiða með greiðslukorti færist viðskiptavinur sjálfkrafa yfir á öruggt svæði hjá SaltPay, þar sem gengið er frá greiðslunni.
3-4) Netgíró/Pei
Sé valið að greiða með Netgíró/Pei færist viðskiptavinur sjálfkrafa yfir á öruggt svæði hjá viðkomandi greiðslumiðlun til að ganga frá kaupunum.

Prótín.is afgreiðir eingöngu pantanir sem greitt hefur verið fyrir. 
Það er því mjög mikilvægt að ganga strax frá millifærslu að pöntun lokinni ef sá greiðslukostur hefur verið valinn.
Prótín.is áskilur sér rétt til að fella niður eftir þrjá virka daga þær pantanir sem ekki hefur verið greitt fyrir (getur verið skemmra ef um tilboðsvörur/daga er að ræða).
Prótín.is áskilur sér einnig rétt til að fella niður pantanir eða neita viðskiptum ef skilmálum fyrirtækisins er ekki mætt.

Skilaréttur 

Viðskiptavinir geta fengið vörur að fullu endurgreiddar ef þeim er skilað í upprunalegu ástandi innan 14 daga frá afhendingu vörunnar.  Undantekningar geta þó átt við ef það er sérstaklega tekið fram, t.d. um vörur sem seldar eru með afslætti vegna dagsetninga eða annarra ástæðna.
Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur.
Prótín.is áskilur sér rétt til að gjaldfæra sendingarkostnað sem hefði átt við ef pöntunum, sem fengið hafa fría sendingu, er skilað að hluta eða öllu leyti.
Endursending vara er á ábyrgð og kostnað kaupanda, nema viðskiptavinur hafi fengið rangar/skemmdar vörur afhentar.
Ef viðskiptavinur vill skila/skipta vörum eða hefur fengið rangar vörur afhentar, skal hann/hún hafa samband í síma 551-1066 eða á protin@protin.is.

Vörur og framboð
 

Prótín.is áskilur sér rétt til að breyta verðum og/eða hætta með tilteknar vörur án fyrirvara.  Einnig áskiljum við okkur rétt til að hætta við framkvæmdar pantanir vegna rangra verðupplýsinga.
Prótín.is geymir pantanir sem greitt hefur verið fyrir í allt að 90 daga.  Ef pantana hefur ekki verið vitjað að þeim tíma loknum áskilur Prótín.is sér rétt til að fella pöntun niður án endurgreiðslu.
Tilboðs- og frívörum er ekki hægt að skipta eða skila nema í undantekningartilfellum.
 
Öll uppgefin verð á Prótín.is eru með virðisaukaskatti.  Virðisaukaskattur á fæðubótarefnum er 11% en 24% á öðrum vörum (fylgihlutum eins og brúsum og fl.).
Sendingarkostnaður ber 24% virðisaukaskatt.